Nýr Polar Amaroq

Félagið Polar Pelagic sem er í þriðjungseigu Síldarvinnslunnar í Neskaupstað hefur fest kaup á Gardar frá Noregi. Gardar mun verða hinn nýji Polar Amaroq og óskum við eigendum og áhöfn innilega til hamingju með nýja skipið. Hinn nýji Polar Amaroq var byggður árið 2004 og lengdur 2006. Hann er 3.200 brúttótonn að stærð, sick 83,8 m á lengd og 14,6 m á breidd. Um er að ræða eitt fullkomnasta uppsjávar- og frystiskip í flotanum og getur skipið lestað allt að 2.500 tonnum. Polar Amaroq hefur valið veiðarfæri frá Egersund fyrir komandi loðnuvertíð en um er að ræða 1440 metra uppsjávartroll og um 100 metra langann poka til loðnuveiða. Hefur slíkur útbúnaður reynst afar vel á síðustu vertíðum. Polar Amaroq er væntanlegur til landsins á allra næstu dögum. Egersund Island óskar eigendum og áhöfn Polar Amaroq góðrar veiði og farsældar á komandi ári.