Leiðandi samstarfsaðili á sviði veiðarfæra og fiskeldisbúnaðar

Egersund Ísland er leiðandi fyrirtæki á sviði framleiðslu og viðgerða á flottrollum, nótum og fiskeldispokum ásamt því að bjóða upp á allar vörur og þjónustu sem við koma uppsjávarveiðum og fiskeldi.

Vönduð vinnubrögð

Okkar velgengni er byggð á hefðum fyrir vönduðum vinnubrögðum, gæðadrifinni hönnun og framleiðslu auk þekkingar á þörfum og væntingum viðskiptavina. Tíð samskipti við skipstjórnar- og fiskeldismenn veitir okkur grunn sem tryggir að vöruþróun stenst væntingar og ítrustu kröfur.
posen_web

Vörur og Þjónusta

Leiðandi fyrirtæki

Egersund Ísland er leiðandi fyrirtæki á sviði veiðarfæragerðar og viðgerða á flottrollum, nótum og fiskeldispokum ásamt því að bjóða upp á allar vörur og þjónustu sem við koma uppsjávarveiðum og fiskeldi. Við höfum áratuga langa reynslu af framleiðslu veiðarfæra og búnaði til veiða ásamt samstarfi við skipstjórnarmenn og sjómenn og leggjum þrotlausa vinnu við hönnun og prófun á okkar framleiðsluvörum. Egersund Ísland hefur á að skipa einni fullkomnustu aðstöðu til viðgerða og veiðarfæragerðar í Evrópu. Í samvinnu við systurfélag okkar, AKVA group, bjóðum við upp á allan búnað til fiskeldis á land og í sjó. Egersund Ísland er hluti af Egersund Group A/S.
 
Egersund Ísland er vottað skv. ISO 9001:2015 og NS-9415.