Söluskilmáli þessi gildir um alla keypta vöru og veitta þjónustu af Egersund Island ehf. Að öðru leiti en kveðið er á um í skilmála þessum gilda ákvæði laga um þjónustukaup nr. 42/2000 og laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 eftir því sem við á.
Tilboð gilda almennt í 30 daga eftir að þau eru send til kaupanda, nema annað sé tekið fram. Að þeim tíma liðnum er Egersund Island heimilt að falla frá tilboði og/eða breyta.
Gallar, tilkynning og takmörkun á ábyrgð
Kaupanda ber að skoða vöru við afhendingu hennar. Verði kaupandi var við galla/annmarka á vöru eða keyptri þjónustu ber honum að láta seljanda tafarlaust vita.
Um skilgreiningu á galla fer annars vegar eftir ákvæði 17. gr. laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 og hins vegar eftir ákvæði 9. gr. laga um þjónustukaup nr. 42/2000.
Kaupanda ber að tilkynna með skriflegum hætti um gallann innan tveggja vikna frá því að hann mátti verða gallans var, en þó eigi síðar en innan árs frá afhendingu. Að þeim tímamörkum liðnum fellur niður ábyrgð seljanda. Í tilkynningu ber að gera nákvæma grein fyrir gallanum, hvenær og hvernig hann kom til. Vanræki kaupandi tilkynningarskyldu sína skv. skilmála þessum fellur ábyrgð seljanda á vöru eða veittri þjónustu niður.
Seljandi ber ekki ábyrgð á galla/annmarka sem kemur til vegna hráefna sem kaupandi leggur til eða vegna uppbyggingar eða tæknilegra atriða sem tilgreind eru af kaupanda.
Seljandi ber ekki ábyrgð á galla/annmarka sem er til kominn vegna rangrar notkunar, uppsetningar, viðhaldsskorts eða slæmrar meðferðar eftir afhendingu.
Ábyrgð seljanda fellur niður hafi kaupandi breytt vöru.
Seljandi ber ekki ábyrgð á því sem flokkast getur undir hefðbundið slit vegna nota eða vegna skemmda sem eru tilkomnar vegna of mikils álags á seldri vöru.
Ábyrgð seljanda gagnvart kaupanda á vörum, íhlutum eða þjónustu sem seljandi fær frá þriðja aðila getur aldrei orðið meiri en sú sem þriðji aðili ber gagnvart seljanda.
Ef unnar eru úrbætur á seldri vöru eða þjónustu ábyrgist seljandi hina seldu vöru/þjónustu, að því marki sem úrbætur tóku til þess hluta hennar, í eitt ár frá því að afhending á sér stað að nýju. Verði kaupandi var við galla ber honum að tilkynna um þá tafarlaust sbr. ákvæði 3. mgr. 2. gr. skilmálans. Eins árs ábyrgð seljanda fyrir aðra hluta vörunnar lengist sem nemur þeim tíma sem varan er ekki í notkun vegna vinnu seljanda við úrbætur.
Seljanda er ávallt heimilt að vinna úrbætur á seldri vöru eða veittri þjónustu og getur kaupandi ekki beitt öðrum vanefndarúrræðum nema úrbætur séu fullreyndar.
Ef tilkynning kaupanda reynist ekki á rökum reist og engin galli staðreyndur áskilur seljandi sér rétt til þess að krefja kaupanda um greiðslu vegna þess kostnaðar sem af því hlýst.
Seinkun afhendingar
Seljanda ber að tilkynna kaupanda um fyrirsjáanlegan afhendingardrátt um leið og það er ljóst. Ber seljanda ennfremur að tilgreina nýjan afhendingartíma. Samþykki kaupandi nýjan afhendingatíma telst sú dagsetning réttur afhendingartími.
Sé seinkunin á ábyrgð seljanda, og seinkunin veldur kaupanda sannanlegu tjóni sem hann hefur upplýst seljanda um á kaupandi rétt á afslætti frá seljanda vegna þessa. Fyrir hverja viku sem afhendingu seinkar fær kaupandi 0,5% afslátt af útsöluverði vörunnar. 3.3. Veittur afsláttur getur þó aldrei orðið hærri en sem nemur 7,5% af kaupverði vöru.
Verði seinkun vegna óviðráðanlegra aðstæðna sem seljandi getur ekki stjórnað sjálfur eða vegna atvika er varðar kaupanda sjálfan fellur réttur til afsláttar niður.
Ábyrgð
Ábyrgð seljanda á vöru eða þjónustu vegna seinkunar á afhendingu, göllum eða öðrum vanköntum getur aldrei orðið hærri en sem nemur 7,5% af kaupverði vöru eða þjónustu.
Greiðsludráttur
Eftir eindaga reiknings ber kaupanda skylda til þess að greiða dráttarvexti líkt og þeir eru ákvarðaðir á hverjum tíma.
Ráðstöfun hins selda
Kaupanda vöru er óheimilt að ráðstafa vöru með hverjum þeim hætti sem farið getur í bága við hagsmuni seljanda þar til fullar efndir hafa átt sér stað.
Ágreiningsmál
Komi til ágreiningur vegna undirritaðra samninga vegna afhendinga vöru og/eða þjónustu skulu Egersund Island og viðskiptavinur leitast við að leysa slíkt með samkomulagi. Ef ekki næst samkomulag skulu ágreiningsmál rekin fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.