Um okkur

Egersund hefur hannað og framleitt veiðarfæri síðan 1952. Við höfum byggt okkar velgengni á þaulreyndum vinnubrögðum, einblínt á gæði á öllum stigum hönnunar og frameiðslu ásamt því að viða að okkur umfangsmikilli þekkingu á þörfum og væntingum viðskiptavina okkar.

Egersund Ísland er leiðandi fyrirtæki á sviði veiðarfæragerðar og viðgerða á flottrollum, nótum og fiskeldispokum ásamt því að bjóða upp á allar vörur og þjónustu sem við koma uppsjávarveiðum og fiskeldi. Við höfum áratuga langa reynslu af framleiðslu veiðarfæra og búnaði til veiða ásamt samstarfi við skipstjórnarmenn og sjómenn og leggjum þrotlausa vinnu við hönnun og prófun á okkar framleiðsluvörum. Egersund Ísland hefur á að skipa einni fullkomnustu aðstöðu til viðgerða og veiðarfæragerðar í Evrópu. Í samvinnu við systurfélag okkar, AKVA group, bjóðum við upp á allan búnað til fiskeldis á land og í sjó. Egersund Ísland er hluti af Egersund Group A/S.
 
Egersund Ísland er vottað skv. ISO 9001:2015 og NS-9415.

Hluti af Egersund Group

Egersund Ísland var stofnað árið 2004 og er í meirihluta eigu Egersund Group í Noregi. Frá því að félagið var stofnað hafa megin áherslur þess verið að framleiða og þjónusta uppsjávarflotann á Íslandi og nágrannaríkjum. Árið 2007 réðst félagið í byggingu nýs húsnæðis fyrir framleiðslu sína á Eskifirði. Var húsið tekið í notkun 2008 og er um að ræða eina best búnu aðstöðu til veiðarfæragerðar og viðgerða í Evrópu. Í byrjun árs 2016 hóf Egersund samstarf við systurfélag sitt AKVA group í Noregi um sölu og þjónustu á búnaði fyrir fiskeldi á Íslandi. 2019 reisti Egersund svo fullkomna þjónustustöð fyrir eldisnætur á Eskifirði og var stöðin tekin í noktun seinna það sama ár. Er um að ræða fullkomna stöð sem meðal annars inniheldur háþróað vatnshreinsikerfi fyrir fráveitu sem tryggir minnstu mögulegu umhverfisáhrif.

Egersund Ísland sinnir í dag margvíslegum verkefnum á sviði uppsjávarveiðarfæra og fiskeldisbúnaðar og eru viðskipavinir félagsins mörg af stærtstu félögum landsins í veiðum og fiskeldi.
traalkaareinspeksjon

Gildin okkar

TRAUST – HÆFNI – STARFSÁNÆGJA – KURTEISI OG VIRÐING

Egersund Ísland skal verða leiðandi fyrirtæki hvað varðar gæði, heilsu, umhverfinu og öryggi, og skal það vera stöðugt í öllum vörum okkar og þjónustu. Framlag okkar mun vera til langtíma og skapa virði og öryggi með arðbærum og ábyrgðafullum rekstri fyrir viðskiptavini okkar, eigendur, starfsmenn, birgja og byggðarlög.