Egersund Ísland er leiðandi samstarfsaðili á sviði veiðarfæra og fiskeldisbúnaðar.
Nýsköpun og þróun síðan 1954
Egersund Island í samvinnu við Egersund Group stundar stöðugar rannsóknir á veiðarfærum og þróar þau í takt við tímann. Egersund leggur áherslu á nýsköpun og framþróun í veiðarfæragerð. Við hjálpum þér að ná fram hagræðingu og skilvirkni sem tryggir hámarks afköst við veiðar.
Vörur og Þjónusta
Uppsjávartroll
Við framleiðum og afhendum fjölbreytt úrval uppsjávarveiðarfæra og aðlögum allar okkar afhendingar í samræmi við þarfir og óskir viðskiptavina.
Við framleiðum og afhendum snurpunætur til veiða á loðnu, síld og makríl. Allar nætur eru settar upp hérlendis sem tryggir bæði gæði handverk og hráefnis.
Sea Max uppsjávarhlerarnir okkar eru hannaðir fyrir fjölbreyttar veiðar. Þeir hafa notendavæna hönnun og eru auðveldir meðferðar við veiðar sem og í útsetningu/upphífingu.
Egersund Ísland hefur á að skipa einni fullkomnustu aðstöðu í Evrópu til uppsetningar og viðgerðar á veiðarfærum ásamt sérhæfðu starfsfólki sem þjónustar þig og þína útgerð eftir fremsta megni.
Við veitum þjónustu til hins sívaxandi fiskeldisgeira með okkar fullkomnu þjónustustöð fyrir eldispoka úr sjó ásamt tækniþjónustu bæði til sjós og lands.
Við höfum brennandi áhuga á að koma til móts við óskir viðskiptavina okkar og þarfir á sem bestan hátt og höldum því áfram stöðugri vöruþróun og alhliða gæðatryggingu. Við notum tölvuhermingu til að búa til ákjósanlegar framkvæmdir og tryggja að allar nýþróaðar vörur séu prófaðar rækilega. Nýir trollbúnaður er prófaður í prófunartank til að sannreyna smíðina. Framleiðslan er annt af hæfum sérfræðingum og innra eftirlit okkar sér um sjálfsstjórnun á öllu fyrirtækinu.